Spegillinn

11, desember 2020


Listen Later

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra segir það gleðiefni að samningar hafi náðst við bóluefnaframleiðandann Pfizer og býst við því að byrjað verði að bólusetja forgangshópa í kringum áramótin.
56 eru í farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður hússins, segir að tólf hafi verið fluttir þangað í gær tengslum við klasasmit í húsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í Hafnarfirði. Hann segir ekkert benda til þess að aðbúnaður fólksins hafi komið í veg fyrir að það gæti hugað að sóttvörnum.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra segir gríðarlegt verkefni fram undan við það að leggja grunninn að því að ríkisfjármálin verði sjálfbær á ný. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra segir skammarlega lítið lagt til heimilanna. Birgir Þórarinsson segir sett Íslandsmet sett í halla ríkissjóðs. Fjárlög næsta árs voru samþykkt síðdegis á Alþingi. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir tók saman.
Mælt verður með veiðum á loðnu á næstunni ef niðurstaða úr rannsóknarleiðangri sem lauk í dag, gefur tilefni til. Loðna er á svæðinu frá Vestfjarðamiðum og austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg. Ágúst Ólafsson ræddi við Birki Bárðarson leiðangursstjóra.
SÁÁ hefur dregið sig út úr Íslandsspilum og tekur ekki lengur þátt í rekstri spilakassa. Einar Hermannsson formaður SÁÁ segir að traust og virðing fyrir samtökunum vegi þyngra en tekjumissirinn. Alma Hafsteinsdóttir formaður samtaka áhugafólks um spilafíkn spyr hvort önnur samtök í Íslandsspilum velti því ekki fyrir sér hvaðan féð kemur. Ingvar Þór Björnsson ræddi við þau. Bjarni Rúnarsson tók saman.
Bjarni Benediksson fjármálaráðherra segir ekki annað forsvaranlegt en að ríkið láti reyna á dóm héraðsdóms varðandi lögmæti uppgreiðslugjalda Íbúðalánasjóðs. Reynt verður að skjóta málinu beint til Hæstaréttar til að eyða allri óvissu sem fyrst.
Fólk er varað við því hve mjög hefur færst í vöxt að óprúttnir svikarar reyni að féfletta það með því að komast yfir kortaupplýsingar þess. Markús Þórhallsson sagði frá.
---
Aðventa og jólahald verða viðsjárverðir tímar segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og ekki hægt að segja til um hvenær hægt verður að fara af rauðu stigi í appelsínugult. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hann.
Enn ein síðustu forvöðin varðandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu renna upp á sunnudaginn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá og heyrist í Ursulu von der Leyen, Boris Johnson, Malcolm Turnbull, og Stefan Löfven.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar G. Gunnarsson. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners