Spegillinn

150 krónur á bæjarbúa


Listen Later

Laun bæjarstjórans í Garðabæ svara til þess að hver bæjarbúi greiði 150 krónur á mánuði. Mánaðarlaun hans eru 2,4 milljónir.
Fleiri eldar hafa kviknað í Amazon-regnskóginum í ár en nokkru sinni fyrr. Prófessor í stofnlíffræði segir að afleiðingar eldanna séu víðtækar og ýti undir loftlagsbreytingar.
Frakklandsforseti segir að hin svokallaða baktrygging vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sé ófrávíkjanleg krafa.
Sæstrengur milli Íslands og Bretlands er ekki lengur hagkvæmur. Þetta segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Framkvæmdastjóri Grænni byggðar segir að mikil sóun viðgangist í byggingariðnaði. Miklu sé hent sem mætti nýta.
Stjórn Akureyrarstofu leggur til að hagrætt verði á Listasafninu á Akureyri. Að óbreyttu stefnir í 18 milljóna króna halla í rekstri á árinu.
Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að lagning sæstrengs milli Bretlands og Íslands sé ekki lengur arðbær. Vindorka sé orðin svo ódýr í Bretlandi að raforka héðan um sæstreng sé ekki samkeppnishæf. Arnar Páll Hauksson talat við Árna finnsson.
Par sem vinnur að því að innrétta vinnustofur og íbúðir í húsum sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi hefur bjargað heilu gámaförmunum af notuðu byggingarefni sem annars hefði líklega verið urðað eða notað sem uppfylling. Óvissa ríkir um afdrif byggingarúrgangs á Íslandi en ljóst er að miklu er hent sem mætti nota. Framkvæmdastjóri félagasamtakanna Grænni byggðar segir mikla sóun viðgangast. Arnhildur hálfdánardóttir talar við Lóu Guðjónsdóttur og Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur.
Fiskeldi í sjó er fyrirferðarmikið úti fyrir ströndum Skotlands. Mikið af því er í eigu norskra fyrirtækja, sem geta ekki lengur stækkað heima fyrir og leita í góð skilyrði við strendur Skotlands. Nú síðast hafa áætlanir norska fyrirtækins Mowi um stærstu sjókvíar í Skotlandi ýtt undir umræðuna um kosti og galla eldisins. National Trust for Scotland, stærstu umhverfissamtök Skotlands, eru ósátt við kvíarnar sem yrðu undan eyju í eigu samtakanna. Sigrún Davíðsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

9 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners