Spegillinn

15.10.2019


Listen Later

Formaður læknaráðs Reykjalundar segist ekki treysta nýjum stjórnendum sem kynntir voru í dag. Fyrri vantraustsyfirlýsing gildi enn. Bankastjóri Arion banka segir að rekstur bankans hafi farið batnandi á undanförnum mánuðum þrátt fyrir mikið útlánatap. Bankinn gaf út afkomuviðvörun í gær. Sáttmáli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins um samgönguframkvæmdir var samþykktur í borgarstjórn í dag. Grímseyingar hafa áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin í eynni, þar sem allt hlutafé útgerðarfélagsins Sigurbjarnar ehf. hefur verið selt. Fyrirhugaðri sölu Sigurhæða á Akureyri hefur verið slegið á frest Það brutust út mikil mótmæli í gær í Katalóníu eftir að hæstiréttur Spánar dæmdi 9 forystumenn aðskilnaðarsinna í 9 til 13 ára fangelsi. Fjöldamótmæli voru við flugvöll Barselóna og fresta var 110 flugferðum vegna þeirra. Og það var víða mótmælt. 45 ferðum var svo aflýst í morgun. Í Girona var logandi hjólbörðum raðað á járnbrautarteina þannig að stöðva þurfti ferðir hraðlestarinnar milli Barcelona og Frakklands. Mótmælin hafa haldið áfram í dag víða í Katalóníu. Arnar Páll Hauksson talar við Halldór Má Stefánsson sem býr í Barselóna. Um leið og breska stjórnin gerir tilraun til að semja við Evrópusambandið, á síðustu stundu, gera ýmsir þingmenn sér vonir um að þingmeirihluti náist fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Breta að ESB. Það hafa ekki orðið miklar breytingar á afstöðu kjósenda síðan 2016 en áhugaverðasti hópurinn er kannski sá hópur sem kaus ekki 2016. Í þeim hópi er meirihluti hlynntur ESB-aðild. Sigrún Davíðsdóttir. Norðmenn voru ekki fyrr búnir að afgreiða Orkupakka 3 en þeir fengu Járnbrautapakka 4 sendan frá Evrópusambandinu. Báðir þessir pakkar eru illa þokkaðir meðal andstæðingana og sem segja að þýði endanlegt framsal á valdi yfir þjóðareign. Gísli Kristjánsson segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

25 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners