Spegillinn

22.9.2023 Kynþroska strokulaxar, Landsbankinn farinn úr Austurstræti,


Listen Later

Flestir strokulaxarnir sem Hafrannsóknarstofnun hefur greint, voru kynþroska. Þetta er óvenjulegt, en í laxeldi er kynþroska laxa seinkað til þess að auka gæði fiskanna. Valur Grettisson ræddi við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra hjá Hafrannsóknastofnun.
Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá danska karlmenn í tengslum við umfangsmikið smygl á hundrað fimmtíu og sjö kílóum af hassi. Þeir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu úti fyrir Garðskaga í lok júní.
Málaflokkur fatlaðra hefur verið vanfjármagnaður um 42 milljarða króna á fjögurra ára tímabili. Formaður Borgarráðs Reykjavíkurborgar segir það ekki ganga að ríki og sveitarfélög séu í reiptogi um svo viðkvæman málaflokk. Valur Grettisson ræddi við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs Reykjavíkur.
Starfsemi Landsbankans í höfuðstöðvunum í Austurstræti í Reykjavík er lokið. Þar var skellt í lás í síðasta sinn klukkan fjögur í dag. Gréta Sigríður Einarsdóttir sagði frá og talaði við Jósep Gíslason, starfsmann bankans, Helga Teit Helgason framkvæmdastjóra einstaklingssviðs og viðskiptavininn Sigríði.
Að minnsta kosti þrír voru handteknir í aðgerð sérsveitar ríkislögreglustjóra í Flúðaseli í Reykjavík í dag.
Ekki hefur gengið sem skyldi að finna réttu leiðina til að virkja rödd almennings við breytingar á stjórnarskrá að dómi Jóns Ólafssonar, prófessors í heimspeki. Hann telur hæpið að þrjár greinargerðir lögfræðinga sem birtust í síðustu viku verði upphaf að gefandi samtali.
Hagstofan hefur gefið út áður óbirt manntal. Það var tekið 1981 og er 42 ára gamalt. Ragnhildur Thorlacius tók saman.
Flóð færast sífellt í aukana í Miami í Flórída og víðar í suðurhlutanum. Vísindamenn telja að þriðjungur ríkisins verði orðinn umflotinn vatni um næstu aldamót. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Umsjón: Ásgeir Tómasson. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

468 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

152 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

24 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

29 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

69 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

29 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

9 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners