Spegillinn

24 sleppt úr haldi, svartur föstudagur og kjaravviðræður VR og SÍ


Listen Later

Umsjón: Ásgeir Tómasson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Tuttugu og fjórum hefur verið sleppt úr haldi í tengslum við rannsókn á hnífaárás á skemmtistaðnum Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur í síðustu viku. Þrír eru í haldi eftir að hafa kastað bensín- og reyksprengjum inn í heimahús. Sunna Karen Sigurþórsdóttir sagði frá og talaði við Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjón.
Talsvert ber á svindli í kringum afsláttardaga verslana um þessar mundir. Formaður Neytendasamtakanna biður fólk að vera á varðbergi. Þung umferð hefur verið á höfuðborgarsvæðinu, á svörtum föstudegi. Árekstrar skipta tugum. Hafdís Helga Helgadóttir sagði frá og talaði við Árna Friðleifsson lögreglumann um það sem hann kallaði svartan föstudag í umferðinni.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kjarasamninga snúast um fleira en launahækkun og brýnt sé að stemma stigu við verðbólgu. VR hefur slitið kjaraviðræðum og segir tilboð Samtaka atvinnulífsins ekki ná utan um þær kostnaðarhækkanir sem heimilin hafa tekið á sig. Halldór Benjamín segir að samninganefndirnar hittist að nýju á þriðjudaginn kemur. Kristín Sigurðardóttir talaði við Halldór Benjamín.
Milljónir íbúa víða í Úkraínu, þar á meðal í höfuðborginni Kyiv eða Kænugarði, eru enn án rafmagns, vatns og hita, eftir stórfellda eldflaugaárás Rússa í fyrradag. Í Kherson borg, í suðurhluta landsins, hafa sjúkrahús verið tæmd vegna stórskotaliðsárása Rússa. Björn Malmquist sagði frá.
Matvælastofnun hefur sektað fiskeldisfyrirtækið Arnarlax um hundrað og tuttugu milljónir króna fyrir brot gegn tilkynningarskyldu þegar gat kom á kví í Arnarfirði í fyrrasumar. Þetta er langhæsta sekt sem stofnunin hefur ákveðið. Fyrirtækið hyggst leita til dómstóla. Alexander Kristjánsson talaði við Kjartan Ólafsson og Hrönn Jörundsdóttur
Þrjár ásakanir á hendur Dominic Raab, dómsmálaráðherra Bretlands, um eineltistilburði eru til rannsóknar í forsætisráðuneyti landsins. Hann ber af sér sakir og fagnar rannsókninni.
Að minnsta kosti fjögur létust og ellefu særðust í skotárásum á tvo skóla í borginni Aracruz í suðausturhluta Brasilíu í dag.
Landsréttur mildaði í dag dóm yfir Dumitri Calin, sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í febrúar fyrir manndráp af gáleysi í Vindakór í Kópavogi í fyrra. Maður lést eftir að hafa dregist með bíl Calins. Landsréttur mildaði refsingu hans í tvö ár.
Þremur leikjum er lokið á HM karla í fótbolta í dag. Íran vann tvö-núll sigur á Wales í fyrsta
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners