Maðurinn, sem greindist með fyrsta staðfesta tilfellið af COVID-19 kórónaveirunni, kom til landsins 22. febrúar. Hann er nú í einangrun á smitsjúkdómadeild Landspítalans í Fossvogi. Alþjóðaheilbrigðsstofnunin segir að Covid-19 kórónaveiran geti borist til flestra, ef ekki allra landa. Stofnunin hefur lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi, en þó ekki heimsfaraldri. Ríkisstjórnin boðar að leyfisveitingar vegna lagningar jarðstrengja og raflína taki mun styttri tíma en nú. Vonskuveður er nú á austanverðu landinu og mikil ófærð.