Spegillinn

3. nóvember 2021. Stjórnarsáttmáli í augsýn.


Listen Later

Ný ríkisstjórn og nýr stjórnarsáttmáli verða kynnt í lok næstu viku ef markmið formanna stjórnarflokkanna ganga eftir. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir talaði við hann.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir að ekki verði brugðist við áætluðum hallarekstri borgarinnar með niðurskurði og gjaldskrárhækkunum. Höskludur Kári Schram tók saman.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir að ræða Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra á Loftslagsþingi Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í gær hafi verið þunn í roðinu.
Alvarlegir ofbeldisglæpir hafa verið framdir í Tigray-héraði í Eþíópíu undanfarna mánuði, að sögn mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna. Ár er liðið síðan stjórnarherinn var sendur þangað til að afvopna frelsishreyfingu héraðsins. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Hvorki Miðflokkurinn né Sósíalistaflokkur Íslands ná manni inn á þing samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Píratar bæta við sig rúmum tveimur prósentustigum frá kosningum. Höskuldur Kári Schram tók saman.
--------------
Katrín Jakobsdóttir Forsætisráðherra segir kórónuveirufaraldurinn hafa sýnt fram á bæði styrkleika og veikleika norræns samstarfs. Alexander Kristjánson sagði frá og talaði við hana. Umræður um varnarmál hafa verið áberandi á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðulanda segir þau eiga þar vel heima. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins ávarpaði þingið og ræddi meðal annars um ógnir sem að steðja. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman.
Árið 2030 má reikna með því að um 5% eigna Lífeyrissjóðs verslunarmanna verði skilgreindar sem loftslagsvænar. Tómas Njáll Möller, yfirlögfræðingur sjóðsins segir að fjárfestingakostirnir þurfi að breytast, eigi sjóðurinn að verða grænni. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við hann.
Hvergi í Evrópu er vændi eins umfangsmikið og á Spáni. Sósíalistaflokkur Spánar hefur nú heitið því að uppræta það. Jóhann Hlíðar Harðarson sagði frá.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

461 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

148 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

6 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners