Spegillinn

3. orkupakkinn að nýju og eftirmál G7


Listen Later

Spegillinn þriðjudaginn 27. ágúst 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Flugliðar hjá Icelandair undirbúa hópmálsókn gegn félaginu. Þeir telja sig hafa orðið fyrir skaða vegna skertra loftgæða um borð í vélum félagsins.
Annarri umræðu um þriðja orkupakkann á Alþingi verður haldið áfram á morgun og fimmtudag eftir rúmlega tveggja mánaða hlé. Atkvæði verða greidd á mánudag.
Fimmstjörnuhreyfingin og Lýðræðisflokkurinn á Ítalíu reyna að mynda stjórn í kappi við tímann. Forseti landsins gaf þeim eins sólarhrings viðbótarfrest í gær.
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, kveðst tilbúinn að ræða það að þiggja aðstoð frá G7 ríkjunum við að slökkva elda í Amazon regnskóginum, en aðeins gegn því að Emmanuel Macron Frakklandsforseti dragi til baka móðgandi ummæli um hann.
Bæjarstjórnarfulltrúar í Mosfellsbæ og Kópavogi segja að tveggja milljóna króna mánaðarlaun bæjarstjóra séu í samræmi við ábyrgð starfsins.
Enn standa yfir miklar framkvæmdir í Háskólanum á Akureyri vegna myglu í húsnæði skólans. Tvær skrifstofubyggingar með aðstöðu fyrir 25 starfsmenn voru tæmdar þar á síðasta ári og standa enn tómar. Aðgerðirnar kosta um 70 milljónir króna.
Lengi umfjallanir:
Í fyrramálið klukkan hálf ellefu kemur alþingi saman til að þess að ræða um þriðja orkupakkann. Þetta er framhald á síðari umræðu um þingsályktun sem frestað var í júní. Þá höfðu þingmenn Miðflokksins rætt einir um orkupakkannn í marga daga og haldið hátt í 300 ræður. Samkomulag tókst loks milli formanna þingflokkanna um að fresta umræðu þar til á morgun, 28. ágúst. Umræðu á að ljúka klukkan átta annað kvöld. Á fimmtudag verða umræður um þingsályktun og frumvörp sem tengjast 3. orkupakkanum auk umræðna um breytingu á lögum um tekjuskatt og lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Á mánudag verður síðan atkvæðagreiðsla um öll málin.
Umræðan um 3. orkupakkann tók drjúgan tíma á Alþingi í vor og og fjöldi sérfræðinga var kallaður fyrir þingnefndir. Bæði utanríkismálanefnd og atvinnuveganefnd kölluðu til sérfræðinga og álitsgjafa til á opna fundi nú í ágúst og nú lítur út fyrir að málið verði loks afgreitt á alþingi á mánudag. 3. orkupakkinn er umdeildur. Hann nýtur víðtæks stuðnings innan sjö þingflokka af níu, þingmenn Miðflokksins og báðir þingmenn Flokks fólksins eru á móti. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að meðal almennra flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum gætir efasemda, en erfitt er að gera sér grein fyrir hve sú andstaða er víðtæk. Undirskriftasöfnun var sett af stað meðal flokksmanna í sumar þar sem
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

25 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners