Starfandi forstjóri á Reykjalundi hefur ákveðið að hætta. Til stendur að heilbigðisráðherra skipi sérstaka starfstjórn.
Útlit er fyrir að ríkissjóður verði rekinn með halla á næsta ári, segir formaður fjárlaganefndar Alþingis.
Hópur blaðamanna á mbl.is, sem var í verkfalli í dag, lýsa vonbrigðum með að aðrir blaðamenn hafi verið fengnir til að skrifa á vefmiðilinn.
Fjögur af fimm félögum háskólamanna, sem höfðu samið við ríkið, samþykktu samninginn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag.
Landbúnaðarráðherra segist fagna aukinni framleiðslu á grænmeti, en segist ekki vita hvort raunhæft sé að tala um risagróðurhús eins og í undirbúningi er í Ölfusi.
Verslunin Brynja á Laugavegi í Reykjavík hét upp á 100 ára afmæli í dag. Núverandi eigandi tók við af föður sínum.
30 ár eru liðin frá því að Berlínarmúrinn féll. Kristján Sigurjónsson talaði við hjónin Helga Hilmarsson og Hrafnhildi Ragnarsdóttur sem voru við nám í Vestur Berlín og hann talaði líka við Kristínu Jóhannsdóttur sem var ný flutt frá Austur Þýskalandi til Berlínar.
Arnhildur Hálfdánardóttir fjallaði áfram um F- göstsem notuð er i kælikerfi. Hún talaði við Auðunn Pálsson og Braga Ragnarsson.