Átta hafa verið handteknir í tengslum við morðið í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórir voru handteknir í dag. Lögregla kannar hvort mögulega hafi fleiri en einn verið að verki.
Rekstrarstjóri Brims á Vopnafirði segir óviðunandi að þurfa að keyra vinnsluna þar á varaafli dögum saman. Raflínan til Vopnafjarðar bilaði rétt fyrir helgi.
Auka á fjárstuðning við bændur, auðvelda þeim heimavinnslu og endurskoða tollafyrirkomulag. Þetta kemur fram í aðgerðaáætlun landbúnaðarráðuneytisins.
Vefverslun jókst um 152% í fyrra og áfengissala í ÁTVR um 40 af hundraði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar.
Sameinuðu þjóðirnar leggja til að tuttugu auðugustu ríki heims komi á laggirnar vinnuhópi sem sjái til þess að allar þjóðir verði bólusettar gegn COVID-19.
Erfið fjárhagsstaða fjölmargra hjúkrunarheimila bitnar á fólkinu sem þar býr, segir Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann segir að hækka þurfi daggjöld til heimilanna um um það bil tíu prósent til þess að laga ástandið, eða um þrjá til fjóra milljarða króna á ári. Sjúkratryggingar Íslands hafa greitt hjúkrunarheimilum aukakostnað í tengslum við faraldurinn, en deilt hefur verið um þann kostnað að undanförnu. Jóhann Bjarni Kolbeinsson ræddi við Gísla Pál Pálsson.
Vefverslun jókst um 152% á síðasta ári og nam um 7% af innlendri verslun. Erlend kortavelta dróst saman um 60 af hundraði. Áfengissala í ÁTVR jókst um 40% eða um 10 milljarða króna. Arnar Páll Hauksson sagði frá og talaði við Eddu Blummenstein.