Spegillinn

5 létust í jarðskjálfta í Króatíu


Listen Later

Jarðskjálfti að stærðinni 6,4 sem reið yfir í miðhluta Króatíu í dag varð að minnsta kosti fimm að bana.
Fleiri COVID-19 sjúklingar eru á sjúkrahúsum á Englandi en þegar fyrsta bylgja faraldursins var í hámarki í apríl. Nýjar ráðstafanir til að hefta útbreiðslu veirunnar verða kynntar á morgun.
Sóttvarnalæknir segir að ekki sé á þessu stigi ástæða til að herða sóttvarnaaðgerðir gagnvart þeim sem koma til Íslands frá Bretlandi.
Starfsmenn Veðurstofunnar eru nú að meta aðstæður í hlíðum Seyðisfjarðar og hvort tilefni er til að ákveða frekari afléttingu rýmingar í bænum.
Kórónuveirufaraldurinn virðist lítil áhrif hafa haft á jólagleði landsmanna og tilhlökkun þeirra. Svipaður fjöldi hlakkaði til jólanna í ár og undanfarin ár.
Ég held að árið 2021 verði ár fjölskyldunnar, þetta segir Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunarforstjóri á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Íbúar heimilisins verða bólusettir á morgun, og það stendur til að flagga og baka köku. Anna Birna segir að árið 2020 hafi verið lærdómsríkt og ólíkt öllum öðrum sem hún hefur upplifað á löngum ferli, sumt í starfinu eigi í ljósi reynslunnar frá veirutímanum eftir að breytast til frambúðar. Hún leyfir sér að vona að hægt verði að lyfta hömlum af hjúkrunarheimilum strax í febrúar. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Önnu Birnu Jensdóttur. Einning heyrist í Þorleifi Haukssyni sem fékk fyrstu bólusetninguna.
Þjóðleikhússtjóri stefnir að því að nýtt íslenskt verk verði frumsýnt í janúar ef sóttvarnareglur leyfa það. Hann segir að tíminn hafi verið nýttur vel í leikhúsinu til þess að verða sannarlega tilbúin að taka á móti leikhúsgestum á ný. Arnar Páll Hauksson talar við Magnús Geir Þórðarson.
,,Fagnið nýja árinu ein heima“ - þetta er áramótaboðskapur breskra yfirvalda til landsmanna. Megnið af landinu sætir nú hörðum samkomubönnum. Met nýrra tilfella í gær, 41 þúsund tilfelli, var slegið í dag þegar ný tilfelli fóru yfir 53 þúsund. Nú telja ýmsir vísindamenn að ekkert dugi annað en hart bann fyrir allt landið, enn eitt hástigið, sem bætist ofan á fyrri bönn, þó enn sé stefnt á að halda skólunum opnum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners