Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir skilaði síðdegis til heilbrigðisráðherra minnisblaði með tillögum að næstu sóttvarnaaðgerðum. Ekki eru lagðar til svæðisbundnar aðgerðir að sinni.
Til að bólusetning gangi sem hraðast fyrir sig ætlar heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu að fá að nota skóla og íþróttahús við bólusetninguna. Allt veltur á því hve mikið af bóluefni kemur til landsins í einu. Sólveig Klara Ragnarsdótti ræddi við Óskar Reykdalsson, forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bjarni Rúnarsson tók saman .
Áætlað er að halli af rekstri Akureyrarbæjar verði um milljarður króna á næsta ári. Reynt verður að milda höggið eftir bestu getu og nýta hagstæða skuldastöðu, segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar. Ágúst Ólafsson ræddi við hana.
Íbúum á Gazasvæðinu hefur verið skipað að halda sig heima vegna mikillar fjölgunar COVID-19 tilfella. Ásgeir Tómasson sagði frá.
----
Samkvæmt nýju Covid -19 viðvörurnarkerfi verða áfram 50 til 100 manna fjöldatakmarkanir á lægsta hættustiginu en ekki grímuskylda. Landið er allt rautt þessa stundina, en það merkir að ástandið er alvarlegt. segir Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir sérfræðingur hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Arnar Páll Hauksson tók saman.
Ráðherra sveitarstjórnarmála hefur lagt fram frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum sem mælir meðal annars fyrir um að lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélagi verði eitt þúsund íbúar. Ef fjöldiinn nær ekki því máli í þrjú ár í röð skal ráðherra eiga frumkvæði að því að sameina það öðru eða öðrum nærliggjandi sveitarfélögum. Sveitarstjórnarmenn eru mótfallnir því að íbúar ráði því ekki sjálfir. Baldur Smári Einarsson formaður bæjarráðs Bolungarvíkur er meðal sveitarstjórnar manna sem hafa skorað á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga að falla frá hugmyndum um 1.000 íbúa lágmark. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings sem varð til við sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi tekur undir að æskilegt sé að frumkvæði sé hjá íbúum en er hlynntur frumvarpinu. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við þá.
Viðræður Breta við Evrópusambandið um fríverslunarsamning í stað breskrar ESB-aðildar, sem lýkur 31. desember, standa enn yfir og virðist lítt miða. Boris Johnson forsætisráðherra Breta og Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB ræddust aftur við í dag en áður en við komum að því þá hefur heyrst í dag að ESB setji miðvikudaginn sem síðustu forvöð til að semja. Sigrún Davíðsdóttir,
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred