Spegillinn

Áætlunarflug til Eyja lagt af, bæta skal kjör hjúkrunarfræðinga og mót


Listen Later

Flugfélagið Ernir ætlar að hætta áætlunarflugi til Vestmannaeyja. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri segir það grafalvarlegt.
Ríkið á að bæta rúmlega milljarði á ári í stofnanasamninga til að bæta kjör hjúkrunarfræðinga. Þetta er úrskurður Gerðardóms. Guðbjörg Pálsdóttir ,formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að nú taki við viðræður um hvernig fjármunirnir nýtist sem best.
Allmargir námsmenn voru handteknir í Minsk í dag þegar þeir mótmæltu kosningaúrslitum í Hvíta-Rússlandi í síðasta mánuði og kröfðust afsagnar Lúkasjenkós forseta. Bogi Ágústsson sagði frá.
Skipulag í Vogabyggð hefur gert hagstæðustu leiðina við gerð Sundabrautar ómögulega segir Eyþór Laxdal Arnalds oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að nú sé verið að bera saman tvo kosti, lágbrú og göng, og málið sé í traustum farvegi. Sundabraut var efni óundirbúnar fyrirspurnar á borgarstjórnarfundi í dag þegar þær voru leyfðar fyrsta sinni.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur þurft að segja upp öllum starfsmönnum sínum eftir að kórónufaraldurinn tók að geisa. Nú í ágúst er velta fyrirtækisins innan við 10% af veltunni á sama tíma í fyrra. Valgerður Árnadóttir talaði við Arnar Bjarnason forstjóra Íslenskra fjallaleiðsögumanna
-----
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir mikilvægt í efnahagslægð að bregðast við bæði til skemmri og lengri tíma, Rannsóknasjóður, tækniþróunarsjóður og innviðasjóður verða efldir í sérstöku þiggja ára átaksverkefni. Framlög á næsta ári verða aukin um 50%.
Kórónu-óþol er ekki sjúkdómur heldur merki um þreytu í samfélögunum vegna tilrauna yfirvalda til að takmarka útbreiðslu kórónu-veirunnar. Óánægja fólks kemur oftar og oftar fram - en er oft á tíðum ekki bundin við skipuleg mótmæli. Fólk finnur upp á allskonar vitleysu þegar allt er bannað. Gísli Kristjánsson hefur dæmi um þetta frá Noregi.
Í dag var starfsemi Landspítalans færð af hættustigi, sem hún hefur verið á frá því í vor vegna kórónuveirufaraldursins, niður á óvissustig. Dagleg stjórnun færist í hefðbundið form og takmarkanir á heimsóknum eru rýmkaðar svo nokkuð sé nefnt. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra spítalans, telur þó að starfsemi hans færist líklega ekki alveg í sama horf og var fyrir farsótt, ýmislegt af því sem tekið hafi verið upp vegna hennar skili árangri í baráttu við annað en kórónuveiru.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

465 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners