Gestir þáttarins voru Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, Árni Helgason lögmaður og Hjálmar Gíslason, forstjóri Grid og frumkvöðull. Rætt var um frumvörp félags- og barnamálaráðherra um kerfisbreytingar í málaflokki barna, staðfestingu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu á fyrri dómi um að skipun Landsréttar hafi verið ólögleg, bóluefni sem útlit er fyrir að hægt verði að byrja að dreifa á næstu vikum, kuldakast og skömmtun á heitu vatni og tæmingu Árbæjarlóns án samráðs við íbúa.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Mark Eldred