Spegillinn

Aðeins 10 manna jólaveislur


Listen Later

Hægt er að rekja 36 smit beint til líkamsræktarstöðva, sjö sinnum fleiri en til sundlauga. Eigendur líkamsræktarstöðva gagnrýna nýjar sóttvarnaráðstafanir og telja að stjórnvöld hafi gerst sek um mismunun.
Þýskalandskanslari vill herða sóttvarnareglur þar sem baráttan gegn COVID-19 farsóttinni skilar ekki tilætluðum árangri. Hátt í sex hundruð létust í landinu síðastliðinn sólarhring.
Bóksala gengur mun betur fyrir þessi jól en á sama tíma í fyrra. Þetta segir formaður Félags íslenskra bókaútgefenda.
Foreldrar sem eru vön að bjóða börnum og afkomendum sínum í jólaboð gætu þurft að gera upp á milli barna sinna vegna þess að miðað er við ekki séu fleiri en 10 fullorðnir í boðinu. Par sem heldur boð getur t.d. ekki fengið nema 8 gesti. Börn sem eru fædd 2005 og eftir það teljast ekki með. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Rögnvald Ólafsson.
Rætt við fólk á Laugaveginum um sóttvarnir og jólahalda. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Sigrúnu Skaftadóttur, Söru Dögg Magnúsdóttur, Gróu Sigríði Einarsdóttur, Elmer Elmers, Ernu Hauksdóttur, Júlíus Hafstein, Guðmund Jónsson og Kristínu Árnadóttur.
Óbyggðirnar kalla syngja þeir Magnús Eiríksson og KK og það er óhætt að segja að hálendið hafi kallað á þingmenn í gær þegar fyrsta umræða um Hálendisþjóðgarðsfrumvarpið fór fram á Alþingi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir frumvarpinu, sem er stjórnarfrumvarp. Umræðan stóð í tæpa níu klukkutíma og lauk um miðnætti. Óhætt er að segja að skoðanir séu skiptar um málið og tæplega hægt að halda því fram að eining sé um frumvarpið innan stjórnarliðsins. Kristján Sigurjónsson segir frá og það heyrist í Guðmundi Inga Guðbrandssyni og Jóni Gunnarssyni.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners