Dómsmálaráðherra hyggst setja af stað vinnu á næsta ári til þess að undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju.
Sjálfstæðisflokkurinn er í algjörum sérflokki þegar kemur að fjármálum ríkisstjórnarflokkanna. Flokkurinn fékk 22 milljónir frá fyrirtækjum og 49 milljónir í félagsgjöld og framlög frá einstaklingum á síðasta ári. Hinir stjórnarflokkarnir tveir, Framsóknarflokkur og Vinstri græn, fengu samanlagt tæpar þrettán milljónir frá fyrirtækjum í landinu.
Þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag féll í dag.
Fólk á eftir að missa vinnuna, en í fjölgun vélmenna felast þó tækifæri. Þetta segir Sigurður Ólason, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel, um fjórðu iðnbyltinguna.
Mangó, papaya og fleiri framandi ávextir gætu orðið útflutningsvara frá Íslandi, gangi hugmyndir fjárfesta um risavaxið gróðurhús í Ölfusi eftir.
Atkvæðagreiðslu um samning sem fimm félög BHM gerðu við ríkið lýkur á morgun. Formaður eins félagsins segir að samningur þýði ekki kjararýrnun. 10 félög innan BHM hafa fengið sama tilboð sem þau telja að hafi í för með sér kaupmáttarrýrnun.
Þjóðum heims tókst að bjarga ósonlaginu með því að taka ósoneyðandi efni úr umferð en efnin sem komu í staðinn reyndust líka vandræðagemsar. Nú á að skipta þeim út fyrir eitthvað annað. Efnafræðingur segir mikilvægt að þróunarríki millilendi ekki í sama umhverfisvanda og Vesturlönd, F-gasavandanum.