Minnst ellefu óbreyttir borgarar hafa látið lífið af völdum árása Tyrkja á norðurhluta Sýrlands. Sameinuðu þjóðirnar segja um hundrað þúsund hafa flúið heimili sín.
Íslensk stjórnvöld hafa komið þeim skilaboðum áleiðis til danskra yfirvalda að þau hafi hug á að fjármagna stöðu íslensku-lektors við Kaupmannahafnarháskóla. Leggja á stöðuna niður vegna niðurskurðar. Menntamálaráðherra segir sérstakt að danska ríkið vilji ekki leggja til fjármagn í stöðuna.
Formaður Stúdentafélags Háskólans Akureyri segir töluverða gremju vera meðal nemenda í diplómanámi í lögreglufræðum eftir að í ljós kom að af þeim 160 nemendum sem stunda nám við deildina þurfa 120 að hætta um áramót.
Hundrað þúsund manns þurfa að flýja að heiman vegna gróðurelds austan við Los Angeles í Kaliforníu. Eldar loga á átta stöðum í ríkinu.
Gerlamengun í borholunni í Grábrókarhrauni er óeðlileg og hefur ekki komið upp frá því vatnsbólið var tekið í notkun 2007.
forsætisráðherra Eþíópíu, hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Hann bauð nágrönnum sínum í Erítreu frið í fyrra.
Arctic circle er stórmerkileg samkoma, þetta segir utanríkisráðherra um þing hringborðs Norðurslóða sem nú er í fullum gangi. Samískir hreindýrabændur taka undir. Spegillinn kynnti sér þetta stóra þing sem laðar að 2000 gesti víðsvegar að úr veröldinni og beinir líka sjónum að ungum héraðsstjóra við heimskautssbaug sem Pútín hefur handvalið.