Spegillinn

Áhyggjur af álagi í heilbrigðiskerfinu, brennisteinsvetni , vændiskarl


Listen Later

Umsjón: Ásgeir Tómasson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn útsendingar: Valgerður Þorsteinsdóttir
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir viðvarandi álag í heilbrigðiskerfinu ýta undir hættu á alvarlegum atvikum. Hann hefur áhyggjur af brotthvarfi fagfólks úr heilbrigðisstéttum. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við hann.
Meðalstyrkur brennisteinsvetnis mældist óvenjuhár á höfuðborgarsvæðinu í dag, á þrettánda degi jóla. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að mengunin sé ekki hættuleg fólki, en gæti haft áhrif á raftæki. Pétur Magnússon talaði við hann.
Minnihlutafulltrúar Framsóknarflokksins í bæjarstjórn á Akureyri vilja ljúka viðræðum við Landsnet um þá ákvörðun að Blöndulína þrjú verði lögð sem loftlína til bæjarins. Jarðstrengur geti komið síðar. Störukeppni um málið verði að linna. Ágúst Ólafsson sagði frá og talaði við Sunnu Hlín Jóhannesdóttur bæjarfulltrúa.
Héraðsdómur Reykjavíkur breytti í dag dómi sem hafði verið birtur um gróft líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi manns gagnvart konu. Harðlega var gagnrýnt að nafn afbrotamannsins hafði verið máð burtu og var nafnið því birt í dag. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri við Héraðsdóm Reykjavíkur, segir vandvirkni starfsfólks dómstólsins hafa ráðið því að nafnið var upphaflega hulið. Kristín Sigurðardóttir talaði við Ingibjörgu.
Dómsmálaráðuneytið hefur áfrýjað niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Husseins Husseins, íraksks innflytjanda og fjölskyldu hans til Landsréttar. Þau voru flutt nauðug til Grikklands eftir að hafa dvalið á Íslandi í tæp tvö ár. Héraðsdómur taldi brottvísunina ólöglega. Fólkið sneri aftur til Íslands þegar sú niðurstaða lá fyrir.
Landsvirkjun hætti um áramót að afhenda græn vottorð til smásala raforku á Íslandi án endurgjalds. Þess í stað verða þessi vottorð seld á evrópskum markaði. Þetta þýðir að íslensk smásölufyrirtæki ? Orka náttúrunnar, HS Orka eða Straumlind til dæmis ? mega ekki markaðssetja orkuna sem keypt er af Landsvirkjun sem græna. Nema að greiða fyrir það. Alexander Kristjánsson ræddi við Val Ægisson, forstöðumann viðskiptastýringar hjá Landsvirkjun.
Erfitt ástand var í heilbrigðiskerfinu á Englandi milli jóla og nýárs og dæmi um að sjúklingar þyrftu að bíða á aðra klukkustund í sjúkrabílum áður en hægt var að flytja þá inn á bráðamóttöku sjúkrahúsa. Inflúensufaraldri og fjölgun kovid-tilfella var um að kenna.
Vaxtahækkarnir. Dýrari matur. Hærra raforkuverð. Hagur fólks fer versnandi í Svíþjóð líkt og víða annars staðar þessi misserin. Starfsfólk mötuneyta í sumum skólu
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners