Spegillinn

Ákæra í hryðjuverkamáli, útlendingafrumvarp og spjallmenni


Listen Later

Spegillinn 12. desember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar fréttahluta: Valgerður Þorsteinsdóttir
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra var sett á dagskrá Alþingis í dag þrátt fyrir mótmæli stjórnarandstöðuþingmanna sem vilja fresta umræðunni fram á næsta ár. Þeir óttast að þetta tefji afgreiðslu annarra mála fyrir jól eins og til dæmis eingreiðslu til öryrkja. Höskuldur Kári Schram tók saman og talaði við Bryndísi Haraldsdóttur (D).
Samninganefndir hafa setið við lengi dags hjá ríkissáttasemjara og lending ekki enn í sjónmáli hjá Samtökum atvinnulífsins og samfloti iðnaðar og verslunarmanna.
Mönnunum tveimur sem setið hafa í gæsluvarðhaldi frá því í september hefur verið kynnt ákæra í hryðjuverkamálinu. Sveini Andra Sveinssyni, lögmanni annars þeirra finnst ákæran sérkennileg og óljós. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við hann.
Rússlandsforseti segir að stríðinu í Úkraínu ljúki ekki nema með samkomulagi en traustið milli Rússa og Úkraínumanna sé ekkert. Bjarni Pétur Jónsson tók saman.
Hámarkshraði verður víða lækkaður á götum hollensku borgarinnar Amsterdam um áramótin. Aðeins verður leyfilegt að aka á 30 kílómetra hraða víðast hvar í borginni, eða á 80% gatna. Oddur Þórðarson sagði frá.
Brasilíumenn eru úr leik á HM karla í fótbolta eftir tap gegn Króötum í vítaspyrnukeppni. Það ræðst í síðari leik dagsins klukkan sjö hvort Króatar mæta Argentínu eða Hollandi í undanúrslitunum.
-----------
Sakborningar í hryðjuverkamálinu hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því í september og var kynnt ákæra í dag. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir ákæra fyrir brot á hryðjuverkaákvæði hegningarlaga marka þáttaskil. Hún segir lengd gæsluvarðhaldsins vekja athygli en grundvöllur ákærunnar á eftir að skýrast. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.
Fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka í Danmörku, Jafnaðarmanna, Venstre og Moderaterne, miðflokks Lars Løkke Rasmussens, fyrrverandi forsætisráðherra hafa í dag setið á rökstólum og rætt stjórnarmyndun. Ásgeir Tómasson sagði frá. Heyrist í René Christensen varaformanni Danska þjóðarflokksins, Francisku Rosenkilde, pólitískum leiðtoga Valkostsins eða Alternativet og Lars Løkke Rasmussen, formanni Moderaterne, fyrrverandi forsætisráðherra fyrir Venstre.
Spjallmennið ChatGPT hefur vakið athygli fyrir gervigreind á heimsmælikvarða. Það svarar prófspurningum, veitir sambandsráðgjöf, greinir heimsmálin og yrkir ljóð. Þessu töfratóli fylgja fyrirsjáanlegar vangaveltur um framtíð mannsins á ýmsum sviðum. Alexan
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

469 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

26 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

14 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners