Í þættinum var byrjað á að hringja í Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóri í Hveragerði og formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, og rætt um aðgerðir um land allt vegna Covid-19. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff og stjórnarmaður í Viðskiptaráði, komu í hljóðver og ræddu Covid-faraldurinn, viðbrögð stjórnvalda, traust til heilbrigðisyfirvalda og fleira. Í lokin var hringt í Heimi Snorrason, sálfræðing í New York, sem Covid-19 veikin hefur leikið borgina illa.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Mark Eldred