Lögmaður Atla Rafns Sigurðssonar leikara segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sýna að Borgarleikhúsið hafi þverbrotið allar reglur. Leikhúsið var dæmt til að greiða Atla fimm og hálfa milljón króna fyrir að hafa sagt honum upp störfum.
Þrír ungir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna stórfellds fíkniefnasmygls, þeirra á meðal starfsmaður á Keflavíkurflugvelli.
Félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands samþykktu nú síðdegis með afgerandi meirihluta að fara í verkfall í næstu viku.
Opinber heimsókn forsetahjónanna á Snæfellsnes hófst í dag. Þau fóru um Snæfellsbæ í dag og verða í Grundarfirði á morgun.
Arne Sólmundsson segir að óháð veiðum séu ekki forsendur í náttúrunni til að byggja upp stóra rjúpnastofna eins og þekktust hér áður fyrr. Hann segir að fjöldi veiðidaga skipti ekki máli heldur hvenær árs sé veitt. Hann hefur rýnt í gögn um rjúpuna sem staðfesti að viðkoma hennar hafi minnkað um fimmtung frá árinu 2004. Arnar Páll Hauksson tlar við Arne Sólmundsson.
Tveir af hverjum fimm núlifandi Íslandingum voru sendir í sveit á sumrin. Þetta kemur fram í viðamikilli rannsókn um hvers vegna krakkar voru sendir í sveit. Jónína Einarsdóttir, sem stóð að rannsókninni, segir að í raun haf sveitunum verið falið eða verið fengið það hlutverk að ala upp þéttbýlisbörnin. Arnar Páll Hauksson talar við Jóníu Einarsdóttur.