Ákvörðunin um að herða á landamæraskimun mun hafa áhrif á ferðavilja fólks segja forsætisráðherra og ráðherra ferðamála. Hún sé þó nauðsynleg.
Ferðamálastjóri segir að hér verði engin ferðaþjónusta ef nýjar reglur um skimanir gilda áfram. Það megi búast við að hvorki verði ferðalög til landsins né frá því.
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefur neikvæð áhrif á ferðaþjónustu, segir forstjóri Icelandair en breytir þó engu um langtímaáætlanir eða hlutafjárútboð félagsins.
Áfram mun draga úr COVID-19 smitum hér á landi út mánuðinn samkvæmt nýju spálíkani sem vísindamenn við Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala birtu í dag. Óvissan er þó enn mikil.
Konungur Tælands skal tilbeðinn sem Guð og öll gagnrýni á hann kallar á harðar refsingar. Ungt fólk í landinu gagnrýnir nú stjórnarfar í landinu harðlega; ríkisstjórnina, stjórnarskrána og konunginn sjálfan.
Drífa Snædal segir það risavaxið verkefni að vinna bug á atvinnuleysinu sem nú mælist á Íslandi. Almennt atvinnuleysi í síðasta máni var nærri 8% Vinnumálastofnun spáir tæplega 9 prósenta atvinnuleysi í þessum og næsta mánuði. Um 17 þúsund er algjörlega á vinnu og um 4 þúsund nýta hlutabóta leiðina eða alls rúmlega 21 þúsund. Hún bindur vonir við vinnumarkaðsúrræði sem verða kynnt á næstunni. Drífa segir þessar atvinnuleysistölur komi ekki á óvart, þær séu í samræmi við spár. Jafnvel aðeins betri en svartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Arnar Páll Hauksson talaði við Drífu Snædal.
Ef Kamala Harris og Joe Biden næðu kjöri í forsetakosningunum í haust gegn Donald Trump, yrði hún fyrsti kvenkyns varaforseti landsins, fyrsti svarti varaforsetinn og sá fyrsti af asískum uppruna. Hún bauð sig fram í forvali demókrata, náði talsverðu flugi í upphafi, réðst nokkuð harkalega á Joe Biden í kappræðum en fylgið dalaði og hún dró framboð sitt til baka. Pálmi Jónasson segir frá.
Í Osló, höfuðborg Noregs, er stefnt að því að hefja skólastarf með hefðbundnum hætti eftir helgina þrátt fyrir að borgin sé orðin rautt smitsvæði. Kórónuveiran hefur breiðst ört út síðustu daga og er smitbylgjan rakin til utanlandsferða fólks í sumar og drykkjuskapar skólanema í almenningsgörðum borgarinnar. Gísli Kristjánsson segir frá.