Sóttvarnarlæknir segir að vonandi ljúki COVID faraldrinum í maí.Tæplega 900 er nú með staðfest smit af COVID-19 kórónuveirunni hér á landi.
Ríkisstjórnin leggur til að laun þjóðkjörinna fulltrúa og embættismanna verði fryst fram að áramótum.
Sekt fyrir að rjúfa einangrun vegna kórónuveirunnar getur numið allt að hálfri milljón króna, samkvæmt fyrirmælum sem ríkissaksóknari gaf út í dag vegna brota á sóttvarnalögum
Alþjóðaferðamálastofnunin áætlar að ferðaþjónustan í heiminum dragist saman um tuttugu til þrjátíu prósent á árinu. Milljónir starfa eru í hættu.
Stjórnvöld kynntu í dag aðgerðir í fimmtán liðum til að lágmarka neikvæð áhrif í sjávarútvegi og landbúnaði. Brugðist er við því ástandi sem nú ríkir en einnig horft lengra fram í tímann, segir ráðherra.
Bob Dylan kom aðdáendum sínum, og raunar heimsbyggðinni allri, rækilega á óvart dag þegar hann sendi frá sér nýtt lag.
Lögreglan hér á landi hefur ekki orðið vör við afbrot sem hægt er að tengja við kórónuveirufaraldurinn. Yfirvöld í Danmörku hafa hins vegar áhyggjur af glæpum sem framdir eru vegna eða í skjóli faraldursins. Þegar hefur verið tilkynnt um þjófnað á varnarbúnaði og að fólk villi á sér heimildir og þykist vera heilbrigðisstarfsmenn. Danir ætla að herða refsingar vegna þess sem þeir kalla kórónu glæpastarfsemi. Frumvarp um það liggur fyrir danska þinginu og verður að lögum í næstu viku. Arnar Páll Hauksson segir frá.
Foreldrar af erlendum uppruna senda börn sín síður í skóla en aðrir og margir í hópi innflytjenda furða sig á því hvers vegna stjórnvöld hér grípi ekki til jafn harðra aðgerða til að stemma stigu við útbreiðslu Covid-19 og stjórnvöld í heimalöndum þeirra. Síðustu daga hefur upplýsingagjöf til innflytjenda verið stórbætt en framan af var skortur á upplýsingum á öðrum tungumálum. Sabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar og borgarfulltrúi Samfylkingar, segir að vantraustið hverfi ekki með einni þýðingu. Arnhildur Hálfdánardóttir talaði við Sabine Leskopf.
COVID-19 veirufaraldurinn mun án efa hafa pólitísk áhrif bæði til skamms tíma og eins til lengri tíma litið. Hér og nú eru þjóðarleiðtogar vegnir og metnir eftir viðbrögðum við faraldrinum. Til lengri tíma litið gæti áhrifanna gætt á pólitíska hugmyndafræði, á grundvallaratriði eins og hlutverk ríkisins. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.