Alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Eystri Rangá síðdegis. Áætlað er að Suðurlandsvegur verði lokaður í um tvær klukkustundir vegna slyssins
Hitamet hafa fallið í Frakklandi í dag þar sem hitinn fór í 45,8 stig í suðurhluta landsins. Tilkynnt hefur verið um nokkur dauðsföll.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segist harma töf á rannsókn á læknamistökum í fæðingu sem urðu til þess að hjón misstu barn. Málinu var vísað til ríkislögmanns og lögreglu árið 2016.
Útlenskur faðir, sem var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir manndráp í Hæstarétti, hefur höfðað mál gegn ríkinu til að koma í veg fyrir að hann verði sendur úr landi eftir afplánun.
Fimmtíu ár eru í dag liðin frá Stonewall-mótmælunum í New York, sem talin eru marka upphaf réttindabaráttu hinsegin fólks
G20-ríkin hafa meira en tvöfaldað fjárframlög sín til kolaiðnaðarins á þremur árum þrátt fyrir loforð um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem var birt fyrir fund ríkjanna sem hófst í dag. Bergljót Baldursdóttir segir frá.
Hlé verður gert á kjaraviðræðum í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi. Ríkið hefur samið við BRSB og fleiri félög um friðarskyldu fram til 15. september. Formaður samninganefndar ríkisins segist bjartsýnn á að samningar takist fyrir þann tíma.
Arnar Páll Hauksson talar við Sverri Jónsson.
Kristján Sigurjónsson sagði frá svindli í maraþonhalupum.