Tímamótamynd í íslenskri kvikmyndasögu, Morðsaga frá 1977, er til umfjöllunar í Bíó Tvíó vikunnar. Kvikmynd í lit, í leikstjórn Reynis Oddssonar og með afa Steindórs, Steindór Hjörleifsson, í hlutverki illmennisins. Andrea og Steindór greina einnig úrslit þingkosninganna, sem voru ekki ljós þegar þátturinn var tekinn upp. En hvernig þróaðist söngstíll Bob Dylan? Hvernig er kynlíf í vatni? Og hvað varð um alla kjósendur Suðurkjördæmis? Allt þetta og kötturinn hennar Andreu í Bíó Tvíó vikunnar!