Það er komið haust hjá Fillífjónkunni. Júlía er á leið til Hollywood og kvíðir því að þurfa alltaf að hanga á ströndinni í haust en lenda aldrei í stormi og láréttri rigningu. Lára er byrjuð að syrgja sumarið sem aldrei kom í Stokkhólmi.
Fillífjónkan veltir fyrir sér siðferðisþröskuldum, dýravernd og kolefnisspori. Júlía segir frá því þegar hún kom út sem grænmetisæta fyrir fjölskyldunni fyrir áratug en borðaði svo heilt spægipylsubréf um miðja nótt eftir að mæta full í eigin mastersútskrift.
Lára segir frá því þegar Patti Smith hrósaði henni fyrir kápuna hennar og hún fór á risaeðlubíó og sá risaeðlubein. Hún segir frá því þegar hún sá krókódíl og áttaði sig á því að hún væri komin í beint samband við djöfulinn.
Er magnaðari upplifun að sjá Patti Smith á tónleikum eða Fram Haukar íslandsmeistaraleik í Safamýrinni?
Eru ógeðslegri gráar pulsugarnir eða lyktin af kjöti í káli?
Er til fólk sem viðurkennir að vera passive aggressive?
Er hægt að panta syv Tuborg í danmörku eða á maður að halda sig við fem Heineken því það er hægt að segja það?
Er meðvirkni að segja ekkert þegar einhver treður upp í mann puttunum nýbúinn að borða kótilettur?
Er til eitthvað betra lag til að sefa sorgina heldur en “hot in herr” með Nelly?
Hefði Lára átt að segja Patti Smith að hún átti hamstur sem hét Patti?