Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að þriðji orkupakkinn hafi ekki mikil efnisleg áhrif hér á landi. Fyrri orkupakkar hafi haft miklu meiri áhrif.
Þrír Íslendingar sem eru á siglingu frá Miðjarðarhafi til Íslands björguðu manni úr hafinu þegar þeir sigldu um Gíbraltarsund.
Samkvæmt nýjum tillögum um fyrirkomulag rjúpnaveiða verður heimilt að veiða alla daga í nóvember nema miðvikudaga og fimmtudaga.
Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það ranga nálgun að hóta Íslendingum viðskiptabanni vegna makrílveiða. Evrópusambandið ætti frekar að einbeita sér að því að ná mönnum að samningaborðinu.
Franskir og rússneskir fornleifafræðingar velta nú fyrir sér hvort þeir hafi fundið beingrind fransks herforingja sem var í uppáhaldi hjá Napóleon Frakkakeisara.
Eldarnir í Amazon-regnskóginum hafa beint kastljósinu að enn stærra og flóknara vandamáli, örlögum allra hitabeltisregnskóga jarðarinnar. Þetta segir umhverfis- og auðlindafræðingur. Eldar loga líka í hitabeltisskógum Afríku, og skógar Súmötru og Borneó brunnu fyrir skömmu. Eyðing skóganna er af mannavöldum, og veldur allt að 17% af árlegri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Sigríður Hagalín Björnsdóttir talar við Jón Geir Pétursson og Hannes Hólmstein Gissurarson.
Formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafnar því algjörlega að græðgi hafi ráðið makrílveiðum Íslendinga. Hann segir að það sé röng nálgun að hóta viðskiptabanni. Evrópusambandið ætti að einbeita sér að því að ná mönnum að samningaborðinu. Arnar Páll talar við Jens Garðar Helgason.
Nýlega fjallaði Spegillinn um hvernig draga mætti stórlega úr losun frá byggingariðnaði með því að minnka sementsinnihald steypu. Einnig var fjallað um meðferð byggingaúrgangs en algengt er að efni sem mætti endurvinna sé nýtt í landfyllingar. Um síðustu áramót færðust mannvirkjamálin frá umhverfisráðuneytinu og yfir til félagsmálaráðuneytis. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra mannvirkjamála, sér fyrir sér að auknar kröfur verði gerðar til byggingageirans á næstu árum en vill ekki fara of geyst því það gæti komið íslenskum fyrirtækjum í greininni illa. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Ásmund Einar Daðason.