Spegillinn

Andlát ferðamanns á Húsavík, loftbrú til Kanaríeyja og lokanir landamæ


Listen Later

Ólíklegt er talið að ástralskur ferðamaður, sem lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík í gær, hafi dáið úr COVID-19 sjúkdómnum, þó að komið hafi í ljós að bæði hann og kona hans voru smituð af veirunni. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi Almannavarna. Alma Ómarsdóttir segir frá.
Loftbrú verður næstu daga frá Kanaríeyjum til Íslands. Þar er útgöngubann og verið að loka hótelum. Á þriðja þúsund Íslendingar, hið minnsta, eru á eyjunum. Dagný Hulda Erlendsdóttir ræddi við Þráin Vigfússon framkvæmdastjóra VITA.
Utanríkisráðherra lýsti vonbrigðum sínum vegna ferðabanns yfirvalda í Bandaríkjunum á símafundi með utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Jóhann Bjarni Kolbeinsson sagði frá.
Prestar rétttrúnaðarkirkjunnar í Tbilisi, höfuðborg Georgíu hafa gengið til liðs við heilbrigðisyfirvöld í baráttu við veiruna og stökktu vígðu vatni á allt sem fyrir þeim varð. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá.
----
Í síðustu viku og í dag mótmæltu íslensk stjórnvöld aðgerðum bandarískra stjórnvalda sem settu þá komu bann á ferðamenn frá Schengen ríkjum. Í gær var greint frá tilmælum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að loka ytri landamærum Schengensvæðisins og þeim tilmælum var líka mótmælt af íslenskum stjórnvöldum. Danir og Norðmenn hafa nánast lokað landmærum sínum og það hafa fleiri Evrópuþjóðir gert. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir um landamæralokanir við Sigríði Á. Andersen, Sjálfstæðisflokki, sem er formaður utanríkismálanefndar Alþingis og Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar sem líka situr í utanríkismálanefnd.
Misskilnings hefur gætt bæði á Íslandi og í Bretlandi um hvort stjórnvöld vilji að meginþorri fólks sýkist af COVID-19. Erfitt er að segja til um hvort það sé gott fyrir samfélagið að ungt og hraust fólk veikist. Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman. Heyrist í Boris Johnson, forsætisráðherra Breta og Patrick Wallance, vísindaráðgjafa bresku stjórnarinnar og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

463 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners