Sóttvarnaaðgerðir í ljósi mikils fjölda smita sem greinst hefur í vikunni, framtíðarsýn stjórnvalda og seigla almennings, hlutafjárútboð Icelandair, málefni innflytjenda og myndbirting frelsarans voru meðal þess sem rætt var um í Vikulokunum. Gestir: Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson