Spegillinn

Árás á 14 ára pilt, kennt þrátt fyrir verkfall, jarðalög og Pútín


Listen Later

Spegillinn 20.2.2020
Umsjónarmaður Bergljót Baldursdóttir
Hrottaleg árás hóps pilta á fjórtán ára dreng í síðustu viku var tekin upp á síma og dreift á samfélagsmiðlum. Árásin var gerð á fjölförnum stað en enginn kom piltinum til hjálpar. Alma Ómarsdóttir sagði frá
Íslensk þriggja manna fjölskylda, sem hefur dvalið í Wuhan-borg í Kína, verður flutt þaðan í flugvél á vegum Evrópusambandsins á næstunni. Íslensk stjórnvöld vinna að því að koma fólkinu í flugið. Dagný Hulda Erlendsdóttir sagði frá
Náinn vinur og ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta fékk rúmlega þriggja ára fangelsisdóm í dag fyrir að bera ljúgvitni og fleiri afbrot. Forsetinn reyndi að hafa áhrif á niðurstöðu dómarans. Ásgeir Tómasson sagði frá
Ekki er verulegur ágreiningur milli Eflingar og Reykjavíkurborgar um hækkun grunnlauna í yfirstandandi kjaradeilu. Miklu munar hins vegar á tilboðum þeirra þegar kemur að sérstökum viðbótargreiðslum en þar munar um 60 þúsund krónum. Magnús Geir Eyjólfsson sagði frá
Samkomulagið sem fyrrverandi ríkislögreglustjóri gerði við tíu undirmenn hjá embættinu mun kosta ríkissjóð 360 milljónir. Föst laun hjá þessum starfsmönnum fyrir dagvinnu hækkuðu að meðaltali um 314 þúsund. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá
Nemendum í 10. bekk Réttarholtskóla verður boðið upp á bóklegt nám í næstu viku þó að skólanum hafi verið lokað vegna verkfalls Eflingar.
Ótímabundið verkfall um áttaþúsund starfsmanna ríkis og sveitarfélaga hefst eftir rúmar tvær vikur ef kjarasamningar hafa ekki tekist fyrir þann tíma. Verkfallsboðun í félögum innan BSRB var samþykkt með miklum meirihluta. Vegna verkfalls Eflingar hefur skólahald verið fellt niður í Réttarholtsskóla. Til stendur þó að tíundubekkingar mæti í skólann í næstu viku og að yngri nemendum verði boðið upp á fjarnám. Arnar Páll Hauksson ræðir við Margréti Sigfúsdóttur, skólastjóra Réttarholtsskóla og Sonju Þorbergsdóttur, formann BSRB,
Jim Ratcliffe einn mesti auðkýfingur Breta er stærsti landeigandi á Íslandi síðan 2016. Hann á Grímsstaði á Fjöllum, stærstu jörð á Íslandi, en annars hefur hann einbeitt sér að laxveiðijörðum á norð-austurlandi. Þessi samþjöppun eignarhalds hefur leitt til umræðna um hvort breyta ætti lögum um jarðakaup. Nú er komið fram frumvarp um breytingar á jarðalögum og fleiri lögum er snerta fasteignir Sigrún Davíðsdóttir sagði frá
Anna Kristín Jónsdóttir fjallar um Pútín, sportið og heimsyfirráðin
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners