Heimsglugginn

Arden hættir, þungavopn til Úkraínu og deila Breta og Skota


Listen Later

Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson fjölluðu um erlend málefni að venju á fimmtudagsmorgni í Heimsglugganum. Fyrst ræddu þeir óvænta tilkynningu Jacindu Ardern um að hún ætlaði að láta af embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Þá ræddu þeir fund sem verður á morgun í Þýskalandi meðal fulltrúa þeirra ríkja sem hafa sent vopn eða aðstoð til Úkraínu. Búist er við að tilkynnt verði að Úkraínumenn fái þungavopn eins og fullkomna skriðdreka frá vestrænum ríkjum.
Björn Þór og Bogi ræddu einnig deilu sem komin er upp á milli stjórnanna í Lundúnum og Edinborg eftir að breska stjórnin tilkynnti að skosk lög um kynrænt sjálfræði fengju ekki staðfestingu konungs. Breska stjórnin segir lögin ganga í berhögg við bresk jafnréttislög, skoska stjórnin segir það fyrirslátt og að Lundúnastjórnin sé að efna til ?menningarstríðs?. Skoska stjórnin bendir á að Lundúnastjórnin hafi haft ótal tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum þegar málið var til meðferðar í skoska þinginu, leitað hafi verið eftir umsögnum mjög margra en ekkert heyrst frá Westminster fyrr en nú.
Í lokin var rætt um mögulegan titil væntanlegrar minningarbókar Borisar Johnsons um forsætisráðherratíð hans. Blaðamaðurinn Henri Mance á Financial Times bað um tillögur í tísti og þúsundir hafa brugðist við og flestar tillögurnar hæðast að Johnson fyrir lygar og óheiðarleika.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

473 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

29 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners