Gestir Vikulokanna voru Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu Þjóðunum, Margrét Tryggvadóttir, rithöfundur og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra. Fjallað var um yfirvofandi þinglok í skugga málþófs, endurskoðun fjármálaáætlunar, skærur fyrrverandi forystumanna Sjálfstæðisflokksins, kjör á nýjum formanni Íhaldsflokksins í Bretlandi og veðurblíðuna það sem af er sumri.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Úlfhildur Eysteinsdóttir