Lögregla í Katalóníu tók hart á hópi aðskilnaðarsinna sem reyndi að trufla flugumferð á flugvellinum við Barcelóna til að mótmæla því að hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu leiðtoga þeirra í níu til þrettán ára fangelsi.
Utanríkisráðherrar Evrópusambandsríkja samþykktu samhljóða í dag að fordæma hernaðaraðgerðir Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands.
Tyrknesk stjórnvöld hafa bannað gagnrýnar fréttir og skoðanaskipti um hernað Tyrklands í Norður-Sýrlandi.
Það er skýtur skökku við að stór skemmtiferðaskip þurfi að tilkynna sig áður en þau koma að höfn en geti svo sent báta og fólk í land utan hafna án þess að gera nokkrum viðvart. Þetta er mat Landhelgisgæslunnar.
Ísland mætir Andorra í undankeppni EM karla í fótbolta á Laugardalsvelli á eftir. Eina von Íslands um að komast áfram virðist vera að Frakkar vinni Tyrki í leik sem fer fram á sama tíma.
Alþýðusamband Ísland og BSRB Hafa ákveðið að koma á fót rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum. Þetta var formlega tilkynnt í dag. Markmiðið er að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félagsmála og efnahagsmála. Arnar Páll Hauksson talar við Drífu Snædal, forseti ASÍ og Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formaður BSRB.
Það hefur orðið sprenging í komum svokallaðra leiðangursskipa, þau eru minni en hefðbundin skemmtiferðaskip, gera út á það að kanna framandi slóðir og fræða farþega um náttúru og menningu norðurslóða. Þessi skip hafa viðkomu víðar en stærstu skemmtiferðaskipin, geta siglt inn á þrönga firði og hleypt farþegum í land á afskekktum svæðum. Það er engin tilkynningarskylda, ekkert eftirlit með hvar þau taka land og regluverkið óskýrt. Jökulfirðir eru vinsælir, Vigur sömuleiðis. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá ot talar við Frigg Jögensen, Þórnýju Barðadóttur og Lilju Ólafsdóttur.