Í þættinum var byrjað á að ræða við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem er nýtekin við embætti dómsmálaráðherra. Síðar í þættinum var rætt við Höllu Gunnarsdóttur, ráðgjafa forsætisráðherra, Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmann utanríkisráðherra, og Kristján Guy Burgess alþjóðastjórnmálafræðing, um Íslandsheimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, utanríkisstefnu Íslands, samskipti við Kína og Brexit.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Ragnar Guðmundur Gunnarsson