Gestir þáttarins voru Áslaug Guðrúnardóttir, kynningar- og markaðsstjóri Listasafns Reykjavíkur, Óttar Guðmundsson geðlæknir, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata. Rætt var um endurkomu þingmanna Miðflokksins á þing í kjölfar Klausturmálsins og uppnám sem varð á fundi samgöngunefndar í vikunni, veggjöld, pálmatrén umdeildu sem rísa eiga í Vogabyggð, íbúðaruppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu og kuldakastið og áhrif þess.