Gestir Vikulokanna voru þau Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Guðmundur Rúnar Svansson ráðgjafi og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Rætt var um kjaraviðræður en 82 kjarasamningar urðu lausir um áramóti og fleiri losna á næstu mánuðum. Einnig var fjallað um vinnuumhverfi almennt, kulnun í starfi, opnun Vaðlaheiðarganga, uppsafnaðar vegaframkvæmdir og fjármögnun þeirra.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Davíð Berndsen