Heimsglugginn

Átök á Norður-Írlandi og úrslit kosninga á Grænlandi


Listen Later

Sjötta kvöldið í röð kom til óeirða á Norður-Írlandi í gærkvöld. Flóknar ástæður liggja að baki óánægju meðal sambandssinna í röðum mótmælenda. Ein ástæðan er reiði vegna þess að leiðtogar helsta flokks kaþólikka, Sinn Féin, voru ekki ákærðir fyrir brot á sóttvarnareglum þó að þau hafi brotið útivistarreglur með því að sækja útför IRA-skæruliðans Bobby Story í fyrra. Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands og formaður stærsta flokks mótmælenda, hefur krafist afsagnar lögreglustjóra Norður-Írlands vegna málsins. Þá eru mótmælendur margir óánægðir með að Norður-Írland hefur breytta stöðu innan Sameinaða konungdæmisins, United Kingdom, eftir Brexit og í raun eiga að vera landamæri milli Norður-Írlands og annarra hluta Stóra-Bretlands. Naomi Long, formaður Alliance flokksins og dómsmálaráðherra Norður-Írlands, segir að hluti ástæðu óeirðanna sé að þeir sem vilji spilla friðinum séu í öfgasamtökum sambandssinna sem hafi verið í glæpastarfsemi og fíkniefnaviðskiptum og lögreglunni hafi tekist vel upp í baráttu gegn þessari glæpastarfsemi.
Þá ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson niðurstöður þing- og sveitarstjórnakosninga á Grænlandi, þar sem stjórnarandstöðuflokkurinn Inuit Ataqatigiit, eða IA, vann stóran sigur. Ungur leiðtogi flokksins, Múte B. Egede, verður að öllum líkindum næsti formaður landstjórnarinnar eða forsætisráðherra. Hann verður aðeins annar IA-maðurinn til að gegn embættinu. Kupiik Kleist gegndi því frá 2009-2013 en annars hefur jafnaðarmannaflokkurinn Siumut veitt stjórnum Grænlands forystu frá því að fyrsta stjórnin var mynduð 1979.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners