Yfir sextíu þúsund manns hafa flúið að heiman á innan við einum sólarhring frá innrás tyrkneska hersins í norðurhluta Sýrlands. Öngþveiti er í bæjum og þorpum við landamæri Sýrlands og Tyrklands.
Landlæknir segir ekki rétt að embættið hafi sent bréf á Reykjalund í morgun og tekið afstöðu til þess hvort starfsfólki er heimilt að rjúfa þjónustu við sjúklinga. Stefnt er að því að starfsemi verði reglubundin á morgun.
Dönsk stjórnvöld kynntu í dag hertar aðgerðir gegn skipulagðri glæpastarfsemi og sprengjutilræðum. Lögregla fær heimild til að setja upp 300 nýjar eftirlitsmyndavélar við opinberar byggingar.
Grunur er um mengun í vatnsbóli við Grábrókarhraun. Mælst er til þess að neysluvatn sé soðið.
Stefnt er að því að MAX-vélum Icelandair verði flogið til Spánar í fyrramálið.
Danska ríkisstjórnin tilkynnti auknar öryggisráðstafanir í dag vegna tíðra sprengitilræða og skipulagðrar glæpastarfsemi. Jafnframt hefur verið ákveðið að herða tímabundið eftirlit á landamærum Danmerkur og Svíþjóðar. Ráðstafanirnar fela meðal annars í sér að eftirlitsmyndavélum verður fjölgað umtalsvert og rannsóknarheimildir lögreglu verða auknar. Arnar Páll Haukkson segir frá.
Norðurslóðir eru spennandi. Túrismi hefur náð nýjum hæðum í Finnlandi og lagt er upp með að nýr skemmtigarður, Lýðveldi jólasveinsins, laði á næstu árum tíu milljónir gesta til Rovaniemi árlega. Mikil aukning hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Svalbarða og Rússar sjá tækifæri í að byggja upp ferðaþjónustu á Frans Jósefslandi. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá
Það var vendipunktur í samningaviðræðum Breta við Evrópusambandið í dag þegar Leo Varadkar forsætisráðherra Íra var jákvæðari en áður um árangur, eftir viðræður við Boris Johnson forsætisráðherra Breta. Arnar Páll ræðir við Sigrúnu Davíðsdóttur.