Nærri 50 þúsund manns voru án atvinnu eða í skertu starfshlutfalli í apríl. Fjöldinn er sá mesti síðan mælingar hófust.
Kostnaður við sýnatöku ferðamanna sem koma til landsins eftir fimmtánda júní gæti verið allt að fimmtíu milljónir á dag.
Ítalska ríkisstjórnin áformar að aflétta ferðabanni innanlands frá þriðja júní. Nokkrar tilslakanir verða gerðar á takmörkunum vegna kórónuveirunnar eftir helgi.
Gagnafyrirtæki sem fáir kannast við safna nákvæmum upplýsingum um ferðir Norðmanna. Þetta afhjúpar umfjöllun norska ríkisútvarpsins. Forstjóri Persónuverndar segir enga ástæðu til að halda að ferðir Íslendinga séu ekki raktar með sama hætti.
Sundlaugarnar í Reykjavík verða opnaðar eina mínútu yfir miðnætti á sunnudagskvöld.