Karl og kona á áttræðisaldri, sem glímdu við COVID-19 sjúkdóminn, létust á Landspítalanum síðasta sólarhring. 99 ný tilfelli hafa greinst síðan í gær. Sóttvarnalæknir vill framlengja samkomubann til 4. maí.
Landlæknir biðlar til hjúkrunarfræðinga og stjórnvalda að ná kjarasamningum. Forstjóri Landspítalans segir það til skoðunar hvernig umbuna megi hjúkrunarfræðingum sérstaklega vegna mikils álags síðustu vikurnar.
Hráolíuverð hækkaði um tugi prósenta þegar Bandaríkjaforseti tilkynnti að það sæi fyrir endann á verðstríði Rússa og Sádi-Araba.
Ef fiskeldi verður tvöfaldað á Austfjörðum, líkt og tillaga að nýju áhættumati gerir ráð fyrir, gæti orðið grundvöllur fyrir fraktflug frá Egilsstöðum með eldisfisk. Útflutningsverðmæti eldisfisks bara frá Austurlandi myndi aukast um það sem samsvarar næstum heilli loðnuvertíð.
Ef fiskeldi verður tvöfaldað á Austfjörðum, líkt og tillaga að nýju áhættumati gerir ráð fyrir, gæti orðið grundvöllur fyrir fraktflug frá Egilsstöðum með eldisfisk. Útflutningsverðmæti eldisfisks bara frá Austurlandi myndi aukst um það sem samsvarar næstum heilli loðnuvertíð.
Tuttugu tonna prufusending af lambakjöti fór nýlega frá Fjallalambi á Kópaskeri á markað í Kína. Framkvæmdastjóri Fjallalambs segir viðtökurnar góðar og Kínverjar séu áhugasamir um frekari viðskipti.
Formaður VR segir að verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni með því að hafna lífeyrissjóðsleiðinni sem felur í sér tímabundna lækkun á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Rætt var Við Ragnar Þór Ingólfsson í Speglinum.
Leiðtogar nýta tækifærið til að herða tökin um valdataumana. Lögregla beitir borgara ofbeldi og rétturinn til tjáningar og friðhelgi einkalífs víkur fyrir boðum og bönnum. Mannréttindabrot eru áhyggjuefni nú þegar farsótt breiðist um heiminn og fjöldi ríkja hefur lýst yfir neyðarástandi. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá.
Undanfarinn aldarfjórðung hefur dómstóllinn því komið reglulega til Amazon fenjasvæðisins í líki gufubáts. Fimmtíu starfsmenn dómsins eru um borð í þessum fljótandi dómstól. Innanborðs eru verjendur, sækjendur, dómsritarar, lögreglumenn og svo framvegis. Fjölmargir sjálfboðaliðar koma með bátnum og leggja sitt af mörkum. Í fyrra kom báturinn einu sinni í mánuði en eftir að Jair Bolsonaro var kjörinn forseti Brasilíu var ferðunum fækkað í eina á tveggja mánaða fresti. Pálmi Jónasson segir frá.