Fimmtudagur 5. júní
Auðlindin
Í Auðlind dagsins ræða María Lilja og Björn Þorláks við fjóra íbúa sem allir eiga það sameiginlegt að búa utan höfuðborgarsvæðisins. Björg Björnsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands, ræðir daginn og veginn fyrir austan, Michael Jón Clarke tónlistarmaður í Hrísey og á Akureyri ræðir við okkur útlendingamál og tónlistarviðburð. Berglind Hlín Baldursdóttir bóndi í Húnaþingi styður ekki forystu bænda er kemur að búvörufrumvarpsáherslum og ræðir þá hlið mála og Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur á Svalbarðsströnd ræðir mannúðarmál og fleira.