Gestir þáttarins voru Auður Jónsdóttir rithöfundur, Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi og Þórlindur Kjartansson pistlahöfundur á Fréttablaðinu. Rætt var um Covid-19 sjúkdóminn, sem greinst hefur á Íslandi, verkfall Eflingar og kjaraviðræður, nýsköpunarstefnu Íslands en ráðherra tilkynnti að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður um áramótin, mótmæli við áform um byggingu gróðurhúsahvelfingar í jaðri Elliðaárdals og áfengisauglýsingar.
Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon