Óvissustigi var lýst yfir á Seyðisfirði í dag og nokkur hús rýmd eftir að tvær aurskirður féllu í miðjum bænum.
Núverandi og fyrri ríkisstjórnir Svíþjóðar bera ábyrgð á því að ekki tókst að verja eldra fólk fyrir COVID-19 segir í skýrslu nefndar sem var ætlað að meta aðgerðir sóttvarnayfirvalda í baráttunni við kórónuveiruna.
Heilbrigðisráðherra segir að þó Ísland fái færri skammta bóluefnis frá Pfizer í fyrstu sendingum en til stóð gæti dreifing bóluefna hafist fyrr en ráð var fyrir gert.
Vegna mikilla tjörublæðinga á þjóðveginum milli Borgarness og Akureyrar hvetur Vegagerðin fólk til að fresta för sinni um að minnsta kosti sólarhring ef þess er nokkur kostur.
Láglaunafólk verður mest fyrir barðinu á covid- kreppunni, ungt fólk, konur og fólk af erlendum uppruna. Sérfræðingahópur verkalýðshreyfingarinnar telur mikilvægt að komið verði í veg fyrir aukinn ójöfnuð og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf.
Starfsfólk sundlauga Reykjavíkurborgar hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af fólki þegar of margir eru í einu í heitu pottunum.
Láglaunafólk verður mest fyrir barðinu á covid- kreppunni, ungt fólk, konur og fólk af erlendum uppruna. Sérfræðingahópur verkalýðshreyfingarinnar telur mikilvægt að komið verði í veg fyrir aukinn ójöfnuð og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttara atvinnulíf. Arnar Páll Hauksson talar við Þórunni Sveinbjarnardóttur.
Lausafjárkreppa ferðaþjónustufyrirtækjanna er að breytast í skuldakreppu og það verður undir stjórnvöldum og bönkunum komið á næstu misserum hverjir komast af, segir Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor. Grisjun sé óhjákvæmileg í grein, sem var farin að miðast við tvær - jafnvel tvær og hálfa milljón ferðamanna, þegar litlar líkur eru á að þeir verði fleiri en um þriðjungur af þeirri tölu á næsta ári, en þegar hilli undir bóluefni sé hægt að fara að hugsa um endurreisn greinarinnar og þá verður ein spurning áleitin, segir Ásberg. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Ásberg Jónsson.