Á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn hafa komið að leitinni að piltinum sem féll í Núpá, í Sölvadal í gærkvöldi.
Þjóðaröryggisráð situr nú á fundi þar sem rætt er um hamfarir liðinna daga og hvernig bregðast skuli við afleiðingunum.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra telur að til greina komi að arður af orkufyrirtækjunum sem nú fer í ríkissjóð verði notaður til að byggja upp og treysta raforkukerfið.
Kýr í Svarfaðardal verða mjólkaðar í kvöld. Varaaflsstöðvar eru komnar á flest ef ekki öll kúabú en enn sér ekki fyrir endann á rafmagnsleysinu. Bændur muna ekki eftir öðru eins veðri.
Bretar ganga til þingkosninga í dag, í annað skiptið á tveimur árum. Kannanir benda til sigurs Íhaldsflokksins.
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar hafnar því að uppsagnir í nóvember hafi verið ólögmætar og siðlausar, líkt og fyrrum mannauðsstjóri stofnunarinnar heldur fram í greinargerð.
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra byggðamála, vill að skoða verði hvort arður af orkufyrirtækjunum verði notaður til að byggja upp og bæta dreifikerfi raforku. Hann er ekki sáttur við að einstaklingar sem beri fyrir sjónmengun geti staðið fyrir lagningu raflína þegar líf og öryggi samborgara þeirra sé í húfi. Arnar Páll Hauksson.
Kýr í Svarfaðardal verða mjólkaðar í kvöld. Varaaflsstöðvar eru komnar á flest ef ekki öll kúabú en enn sér ekki fyrir endann á rafmagnsleysinu. Bændur muna ekki eftir öðru eins veðri. Arnhildur Haldónardóttir.