Í Vikulokunum voru verðtryggingin, vopnahlé á Gaza og skólamál til umræðu. Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, ritaði áhugaverða grein um verðtrygginguna í vikunni og ræddi hana í þættinum.
Þá fóru Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, Helga Þórólfsdóttir sáttamiðlari sem starfað hefur á átakasvæðum í áratugi og Magnús Þór Jónsson yfir eitthvað af málefnum líðandi viku.
Umsjón með þættinum hafði Sigurður Þorri Gunnarsson. Stjórn útsendingar var í höndum Jóns Þórs Helgasonar.