Gestkvæmt í Vikulokunum. Birta Björnsdóttir fréttamaður tekur stöðuna á leið á völlinn með íslenskum aðdáendum karlalandsliðsins þegar rétt um tveir tímar eru í leikinn gegn Argentínu í Moskvu. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra LSH, Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins verða svo gestir í hljóðstofu fyrri hluta þáttarins auk þess sem við sláum á þráðinn til Brynhildar Pétursdóttur hjá Neytendasamtökunum.
Í síðari hluta þáttarins bætist svo Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í hópinn en honum var á dögunum vikið út fulltrúaráði flokksins í Eyjum; vegna framgöngu hans í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum.