Gestir í vikulokin eru: Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis og bæjarfulltrúi (B) i Reykjanesbæ og Magnús Gottfreðsson, læknir og prófessor í smitsjúkdómum. Rætt um gosið í Fagradalsfjalli sem hófst kvöldið áður, þýðingu fyrir ferðaþjónustuna og viðbrögð fólks, kórónuveirufaraldurinn, sóttvarnir á landamærum,bólusetingarvottorð og litakóðunarkerfi sem geri fólki kleift að sleppa undan sóttkví ef smitstuðull er lágur í landinu sem komið er frá. Bjarnheiður er því fylgjandi en Magnús efast og svo í lokin um hamingju Íslendinga sem eru næst hamingjusamastir þjóða.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Jón Þór Helgason