Bjarni Benediktsson kveður stjórnmálasviðið um helgina þegar hann hættir sem formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Hver verður næsti formaður og hvað ætlar Bjarni að gera?
Þá til Þýskalands, þar sem viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar hófust í dag með fundi fulltrúa frá Kristilegum Demókrötum og Sósíaldemókrötum. Friedrich Merz, leiðtogi Kristilegra demókrata vill ljúka þessum viðræðum fyrir páska; það liggur á, segir hann, að styrk stjórn taki við völdum, ekki síst á viðsjárverðum tímum í Evrópu og annars staðar í heiminum.