Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, ræddi um stöðu öryggismála eftir innrás Rússa í Úkraínu. Athyglin beindist mest að norðurslóðum en Björn skrifaði fyrir tveimur árum skýrslu að beiðni norrænu utanríkisráðherranna um öryggissamstarf Norðulanda. Björn sagði í Heimsglugganum að Vladimír Pútín Rússlandsforseti legði gífurlega mikla áherslu á uppbyggingu á norðurslóðum, hann geri sér grein fyrir því að þar eru miklar auðlindir, jarðefnaeldsneyti, gas og fleiri auðlindir sem hægt sé að nálgast núna þegar loftslagsbreytingar hafi leitt til hlýnunar.