Við heimsækjum listhóp Reykjavíkur, sem árið 2025 er listamannarekna sýningarrýmið Open. Open hefur verið hreyfiafl í myndlistarsenunni frá opnun á Grandanum fyrir nokkrum árum og staðið fyrir myndlistarsýningum, uppákomum og þverfaglegu samstarfi. Að baki Open standa fjórir myndlistarmenn, þau Arnar Ásgeirsson, Hildigunnur Birgisdóttir, Una margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason, en hópurinn leggur sig fram við að vekja athygli á áhugaverðum listamönnum af jaðrinum.
Óskar Arnórsson heldur áfram umfjöllun sinni um landnám, að þessu sinni landnám Íslendinga í Kanada.
Við hugum einnig að menningarpólitík. Í fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir umtalsverðri skerðing á bókasafnssjóði. Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur ritaði pistil á Facebook um málið og segir frá í þætti dagisns.